Færsluflokkur: Bloggar

Kerlingar

Ég held ég nenni ekki að skrifa meira á þetta Mogga blogg. Óskaplega þreytt umræða og litlaus í alla staði. Allt of margar kerlingar af báðum kynjum sem ráða hér ríkjum.

 


Frelsari fæddur

Mitt í svartnætti og fylgistapi Framsóknarflokksins er glæsilegur árangur í Norðausturkjördæmi mjög athyglisverður. Þrír menn inni og það sem meira er, ný stjarna er fædd og hugsanlegur "frelsari" sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Höskuldur Þórhallsson kornungur frambjóðandi með litla sem enga reynslu að baki, kom sá og sigraði í þriðja sætinu. Hann kom mjög vel fram í kosningabaráttunni og hefur mikið persónufylgi á Akureyri og nágrenni. Ég er viss um að hann vann sjálfur fyrir sínu sæti, en flaut ekki inn á fylgi þeirra Valgerðar og Birkis. Það verður gaman að fylgjast með störfum Höskuldar á þingi og hugsanlega mun hann verða maðurinn sem í framtíðinni leiðir flokkinn til betri tíma eftir verðskuldað frí frá setu í ríkisstjórn.

"Sleggjan" sterk

Kristinn H Gunnarsson má vel við una eftir að hafa tryggt sér þingsæti á síðustu atkvæðunum sem talin voru. Ekkert benti til að svo yrði lengst af og ýmsir höfðu jafnvel grínast með að Framsóknarflokkurinn væri að hagnast á því að "Sleggjan" hefði gengið til liðs við Frjálslynda. En eins og svo oft áður kom í ljós að Vestfirðingar eru óútreiknanlegir og enn einu sinni höfðu þeir afgerandi áhrif á úrslit kosninga. Hvaða álit sem menn hafa á Kristni H, þá tel ég rödd hans eiga mikið erindi inn á þing og fagnaðarefni að þessi mikli baráttujaxl skuli standa vaktina enn um sinn og veita mönnum aðhald næstu fjögur árin.

Sigurliðin ræði saman

Þá er það komið á hreint, "kaffibandalagið" getur ekki myndað ríkisstjórn, en það er einnig ljóst að núverandi stjórn getur tæpast setið áfram. Framsóknarflokknum hefur verið hafnað af kjósendum og það yrði ekkert annað en pólitískt sjálfsmorð fyrir flokkinn að halda samstarfinu áfram.  Þá má einnig telja líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji fá til liðs við sig nýja samstarfsmenn með meira fylgi á bak við sig en Framsóknarflokkurinn hefur. Er ekki lang eðlilegast í stöðunni að sigurvegarar kosninganna, VG og Sjálfstæðisflokkur ræði saman og kanni hvort grundvöllur sé fyrir samvinnu flokkanna. Einhvern veginn finnst mér óeðlilegt að tveir langstærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fari saman í stjórn. Sé Samfylkingunni alvara með því að hún vilji vera hið stóra mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn í Íslenskum stjórnmálum, þá er svarið tæplega að setjast með þeim í ríkisstjórn.

 


Undan okinu

Akureyringar og aðriri kjósendur í norðurlandi eystra eiga þess nú kost að varpa af sér gömlu oki Framsóknarflokksins og KEA og ganga mót nýjum tímum. Svæðið hefur lengi verið varpland og uppeldisstöð Framsóknarflokksins og aðal bakland flokksins. Hér áður var það hið besta mál, en á síðari tímum hefur flokkurinn breyst frá því að vera málsvari alls þorra landsmanna, í hagsmunasamtök fyrir fámenna klíku sem hefur allt of mikil völd miðað við kjörfylgi dagsins í dag. Það er svo sannarlega kominn tími til fyrir Eyfirðinga og landsmenn alla að varpa af sér oki Framsóknarflokksins. Það á ekki síst við um Akureyringa sem hafa allt of lengi legið undir hinni dauðu hönd flokksins og löngu orðið tímabært að rekja upp hinn þétta köngulógarvef spillingar sem flokkurinn hefur ofið yfir og allt kring íbúa á þessu svæði. Sjálfur hef ég orðið fyrir barðinu á þeim samböndum og því kerfi sem gildir á Akureyri og tengja órújfanlegum böndum veralýðshreyfingu og fyrirtæki þannig að hinn óbreytti bæjarbúi á sér litla von um réttlæti. "Mafia er það og mafia skal það heita" sagði góður maður á sínum tíma sem allir Framsóknarmenn ættu að kannast við, en hefur varla búist við að ummælin ættu eftir að eiga vel við eigin flokk.

 

 


Þungur dómur

Nú er lokið einhverju leiðinlegasta og daufasta handboltatímabili síðari ára á Akureyri. Hið nýja sameinaða lið Akureyri náði að bjarga sér frá falli eftir mikið basl og ekki er hægt að segja að tilraunin fari vel af stað. Liðið lék fyrir hálf tómu húsi í allan vetur og ekki dugði einu sinni að bjóða mönnum frítt á leiki. Það er svo sannarlega af sem áður var er KA liðið troðfyllti KA heimilið á flestum leikjum.

Ástæðan fyrir sameiningunni er sögð vera fyrst og fremst af fjárhagslegum toga og greinilegt að íþróttafélögin eru hætt að líta á sig sem íþróttafélög heldur miklu fremur sem fyrirtæki sem verði að skila hagnaði af starfsemi sinni eða a.m.k. vera rekin á sléttu. Handknattleiksdeild KA hafði safnað skuldum sem að sögn voru helmingur af skuldum félagsins. Ætli knattspyrnudeildin hljóti þá ekki að eiga hinn helminginn og geti búist við rauða spjaldinu þá og þegar. Og deildin fékk þann dóm að ganga til samstarfs við Þór á jafnréttisgrundvelli þar sem staða Þórsara væri svo miklu betri fjárhagslega. Hvernig hægt var að fá það út er mér hulin ráðgáta þar sem Íþróttafélagið Þór hefur verið nánast gjaldþrota og af ýmsum talið vera ein verst reknu félagasamtök í bænum.

En félagsmenn standa frammi fyrir orðnum hlut, samningurinn er til 5 ára og óuppsegjanlegur. Að 5 árum liðnum eru miklar líkur til þess að handboltinn á Akureyri verði nánast liðinn undir lok ef marka má reynsluna af liðnum vetri. Þá verður að telja 5 ár þungan dóm og ekki möguleiki á að sækja um náðun. Hjónabandi er hægt að rifta hvenær sem er þrátt fyrir að þar sé sjálft almættið kallað til vitnis, en samstarfi KA og Þórs í handbolta skal haldið áfram á hverju sem gengur í a.m.k. 5 ár og ef því verður slitið að þeim tíma loknum verður öllu skipt til helminga. Það virðist því borin von að KA muni nokkurn tíma aftur tefla fram handboltaliði í meistaraflokki í handbolta.


Hreinsanir

Hreinsanir hafa nú staðið yfir bæði í Reykjavík og Akureyri á óæskilegum útlendingum sem þvælast um spilandi á harmonikkur, betlandi og sofandi á bekkjum og í almenningsgörðum. Vænum hópi sem gert hafði Reykvíkingum lífið leitt var smalað upp í flugvél til Danmerkur í vikunni og lögreglan á Akureyri tók einnig til hendinni og gómaði grunsamlega aðkomumenn í sínu umdæmi. Þetta munu vera Rúmenar, væntanlega sígaunar og að sögn sendir til að ryðja glæpasamtökum veginn inn í landið. Nákvæmlega þessu höfðu Frjálslyndir varað við, en fengið skömm í hattinn fyrir og flokkurinn úthrópaður sem rasistaflokkur fyrir vikið. Greinilegt er þó að ekki þarf að kjósa Frjálslynda í stjórn, aðrir sjá um að framfylgja stefnunni.

Fórnarkosnaður

Nokkuð hefur borið á því undanfarið að ýmsir sjálfstæðismenn reyni nú að koma Framsóknarflokknum til hjálpar á lokaspretti kosningabaráttunnar. Ástæðan er sú að þeir vilja gjarnan hafa þennan hundtrygga bandamann áfram sér við hlið í stað þess að þurfa að fara í samstarf við flokk með sjálfstæða stefnu og skoðanir. Hér í Norðausturkjördæmi eru margir sem telja mikið hagsmunamál fyrir Akureyringa að fá Höskuld Þórhallsson þriðja mann B-listans á þing. Höskuldur er hinn mætasti maður og besti drengur, en það verður þó að taka fram að verið er að kjósa til alþingis en ekki hreppsnefndar og því ekki höfuðatriði hvar menn eru fæddir. Þá eru einnig margir sem telja það of mikinn fórnarkostnað að bæði Valgerður Sverrisdóttir og Birkir Jónsson skuli fara inn á undan Höskuldi og benda jafnframt á að ekki hafi ráðherrann Valgerður komið miklu í verk fyrir Eyfirðinga þrátt fyrir búsetu á svæðinu. Helst sé að nefna er hún flutti starfsfólk iðnaðarráðuneytisins hálf nauðugt norður í afmælisveislu sína og kom þeim fyrir í gistingu á völdum stöðum eins og frægt var á sínum tíma.

Kastað á glæ

Nú þegar aðeins eru örfáir dagar til kosninga virðist ljóst að Íslandshreyfingin nær ekki inn manni og framboðið því dautt. Skoðanakannanir sýna svo ekki verður um villst að mjótt verður á munum milli stjórnar og stjórnarandstöðu þar sem fylkingarnar eru nánast hnífjafnar að fylgi. Þeir kjósendur sem þó ætla að láta Íslandshreyfinguna fá sitt atkvæði standa nú frammi fyrir þeirri erfiðu spurningu hvort það sé rétt að kasta þannig atkvæði sínu á glæ eða hvort vænlegra sé fyrir málstaðinn að kjósa heldur einhvern sem kemur mönnum á þing og getur þannig unnið málstaðnum gagn. Atkvæði greitt Íslandshreyfingunni jafngildir því að skila auðu.

 


Húsdýra-rasismi

Á aðalfundi Íslenskra kúabænda sem haldinn var á Akureyri á dögunum lýstu menn yfir vilja sínum til að flytja inn norskar kýr til að kynbæta Íslenska kúastofninn. Guðni Ágústsson Framsóknarmaður og landbúnaðarráðherra svaraði því strax til að það kæmi ekki til greina, hinum Íslenska stofni yrði að halda hreinum. Nú vill svo til að ég er algerlega sammála Guðna í því að vernda landnámskúna með sínu litarhafti og geðslagi. Íslendingar hafa staðið vörð um flest önnur þau húsdýr sem fylgt hafa okkur frá landnámsöld. Þannig er til félag Íslensku landnámshænunnar, sauðkindin hefur haldist hrein og engum dettur í hug að kynbæta Íslenska hestinn með blöndun við erlend kyn svo eitthvað sé nefnt. Ég vil halda því fram að þjóðarsátt ríki um verndun þessara stofna.

Þegar kemur að verndun landnámsmannsins sjálfs eða hans afkomenda virðist annað uppi á teningnum og þeir sem láta sér verndun hans einhverju varða eru jafnvel nefndir rasistar. Frjálslyndiflokkurinn sem hefur lýst áhyggjum sínum yfir of  miklu flæði innflytjenda til Íslands hefur því fengið á sig rasistastimpilinn. Ég efast þó um að til lengdar verði hægt að sporna við nánast óheftum innflutningi fólks til landsins og þeirri blöndun sem þá muni eiga sér stað. Það er hins vegar umhugsunarefni hvort rétt sé að fara sömu leið og farin er til verndunar landnámshænunnar. Það væri hægt að taka frá grösugan dal fjarri alfarabyggð þar sem sannir afkomendur landnámsmanna muni búa í vernduðu umhverfi. Þekkt eru t.d. verndarsvæði indíána svo ekki sé nú minnst á Amis-fólkið í Bandaríkjunum.

En án gríns, ef flestum Íslendingum þykir sjálfsagt að halda stofnum húsdýra hreinum, er þá nokkuð undarlegt þó menn vilji staldra við og íhuga framtíð mannsins sjálfs í þessu landi. Hætt er við að verkefni ættfræðinga verði sífellt erfiðari með hverju árinu ef rekja þarf þræðina til Thaílands svo dæmi sé tekið.    Já....það styttist kannske í að hægt verði að loka Íslendingabók endanlega fyrr en varir.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband