Tilhugalíf

Eitthvað virðast stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ekki ganga alveg eins smurt og búist hafði verið við. Eflaust hefst þetta þó með seiglunni og ekki nema sjálfsagt að þau Geir og Ingibjörg Sólrún taki sér góðan tíma í tilhugalífið.

Framundan er síðan stormasamt hjónaband sem mun enda með skilnaði á miðju kjörtímabili vegna framhjáhalds ef marka má spádóm völvu Moggans. Samkvæmt sömu spá mun frúin hlaupa í opinn faðm Steingríms J. og formanns Framsóknarflokksins sem engin veit hver verður, en fram kom í þættinum Framsókn í dag á stöð2 að Jón Sigurðsson hefði fengið nóg og væri á förum úr formannsstólnum. Alltaf fjör í Framsókn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband