rúv nauðgar notendum

Ég verð seint sakaður um að vera andstæðingur íþrótta, en frammistaða rúv á umfjöllun um nýhafna keppni á HM í knattspyrnu gengur hreinlega fram af mér. Vikum saman hafa verið sýndir kynningarþættir um liðin og keppnina í sjónvarpi allra landsmanna svo ekki sé nú minnst á einhverja opnunartónleika sem sýndir voru a.m.k. tvívegis í sjónvarpinu. Margir voru hreinlega búnir að fá uppí kok áður en keppnin hófst á þessari endalausu umfjöllun eða auglýsingaþáttum sérlegs sérfræðings sjónvarpsins Þorsteins J. Nú þegar tveir keppnisdagar eru að baki verður ekki annað sagt en keppnin hafi valdið miklum vonbrygðum. Ótrúlega léleg knattspyrna hefur verið á boðstólum og þá alveg sérstaklega af hálfu stórveldanna Frakklands og Englands sem aðeins náðu að gera jafntefli við Úrugvæ og Bandaríkin. En þó hrein pína hafi verið að horfa á leikina í sjónvarpinu vegna lítilla gæða, þá var sú litla ánægja sem maður þó hefði getað fengið eiðilögð af hinum svokölluðu sérfræðingum sem ásamt íþróttafréttamanni og aðstoðarmanni sem lýstu leikjunum völtuðu gersamlega yfir áhorfendur og tróðu skoðunum sýnum ofaní þá sem nenntu að horfa á útsendingar frá leikjunum. Hlutdrægnin er svo yfirþyrmandi að engu lagi er líkt, þeim stóru er hampað á kostnað hinna smáu þrátt fyrir að hver heilvita maður sjái að milljónastjörnurnar t.d.  Englands og Frakklands séu engu betri en leikmenn frá Asíu eða myrkviðum Afríku svo ekki sé nú minnst á fyrrum kommúinistaríki austur Evrópu.

Og maður spyr sig í ljósi frétta um peningaleysi  og samdrátt hjá Rúv. hvaðan þeir peningar koma til að greiða fjölda sérfræðinga laun sem koma að útsendingum á leikjunum. Greinilegt er að dagskrá Sjónvarpsins hefur látið gríðarlega á sjá að undanförnu, en bullið um HM í knattspyrnu virðist þar algerlega undanskilið. Af hverju þarf allan þennan fjölda manna til að stýra skoðunum hins almenna áhorfanda. Af hverju meiga myndirnar ekki tala sýnu máli og áhorfendur mynda sér sýnar eigin skoðanir á því sem þeir sjá. Ekki eru kallaðir til sérfræðingar þegar lesin er saga í útvarpi til að gjamma í tíma og ótíma um eigin skoðun á efninu. Nei, þessir svokölluðu sérfræðingar eru að eyðileggja skemmtun hins almenna áhorfanda að sjónvarpinu.

Hvenær varð Þorsteinn J. svo ekki sé nú minnst á hina þrjá misheppnuðu sérfræðina/knattspyrnumenn sem hann hefur aðallega sér til fulltingis, eittvað fróðari um íþróttina en hinn almenni borgari. Og hér erum við að tala um íþrótt sem við Íslendingar höfum aldrei talist til afreksmanna í. Þetta bull og þessi vitleysa öll minnir einna helst að þjónkununa við útrásina sálugu og þá víkinga sem fyrir henni stóðu. Lítum okkur aðeins nær og ef einhver þörf er fyrir rugl sem þetta þá væri nær að það sneri að þeirri íþróttagrein sem við getum eitthvað í, sem sé handboltanum.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Alveg sammála. Það er til hreinnar skammar fyrir ríkisútvarpið hvernig þessu efni er endalaust nauðgað upp á þessi áttatíu og fimm prósent þjóðarinnar sem kærir sig ekkert um fylgjast með þessari boltavitleysu. Fróðlegt væri að vita hvað við (RUV) borgum fyrir sýningarréttinn á þessu.

Þórir Kjartansson, 13.6.2010 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband