Sá besti síðan Bjarni Fel.

Ég fylgist vel með íþróttafréttum og hef gert um áratugi. Sá besti í bransanum þegar ég fór að fylgjast með var Sigurður Sigurðsson, en síðan hefur Bjarni Felixson verið kóngurinn. Bjarni Fel.,   KR-ingur og landsliðsmaður í knattspyrnu. Aldrei hefur verið hægt að tengja hann við knattspyrnu fremur en aðrar greinar íþrótta í starfi sínu, fagmaður fram í fingurgóma sem allstaðar var vel heima og gerði aldrei upp á milli greina. Geir Magnússon var góður, en nú er kominn fram á sjónarsviðið maður sem getur tekið við kyndlinum af Bjarna Fel. og líkt og Bjarni kemur hann úr heimi fótboltans. Hjörtur Júlíus Hjartarson hefur staðið sig frábærlega vel þann stutta tíma sem hann hefur starfað sem íþróttafréttamaður hjá RÚV. Útilokað er að tengja hann við fótboltann frekar en aðrar greinar í umfjöllum hans um íþróttir og hann virðist vera vel að sér hvar sem er. Ég get fullyrt að ekki hefur komið fram betri íþróttafréttamaður í Íslandi síðan Bjarni Fel. hóf sinn frægðarferil. Vonandi gera forráðamenn RÚV sér grein fyrir hvaða gullmola þeir hafa í höndunum og láta ekki stöðvar á borð við Stöð 2 stela honum af sér. Ég vona einnig að Hjörtur geri sér grein fyrir því að hann starfar nú fyrir þann miðil sem flestir landsmenn taka mark á og láti ekki plata sig yfir í ruglið á stöð 2 og Sýn sem gerir útaf við trúverðugleika góðra manna á skömmum tíma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband