Þvílíkt bull

Það hefur verið furðulegt að fylgjast með hinum nýju framboðum, Íslandshreifingunni og eldri borgurum. Eftir langt og erfitt stríð tókst þó Íslandshreifingu Ómars Ragnarssonar að berja saman framboðslista í öllum kjördæmum. Fylgi við framboðið er þó mjög lítið og ekkert sem bendir til þess að það geri neitt annað en skaða Vinstri Græna og mjög líklega tryggja áfram núverandi stjórnarsamstarf. Það er enda ekki undarlegt þar sem hreifingin er stefnulaus í flestum málum öðrum en umhverfismálum og jafnvel það tala frambjóðendur út og suður. Blessaður karlinn hann Ómar virðist hafa ofmetið þátttökuna í mótmælagöngunni sem hann hélt gegn Kárahnjúkavirkjun á Laugaveginum í vetur.

Framboð eldri borgara er á hinn bóginn ekki í stakk búið til að skaða einn né neinn. Þeir náðu aðeins að skila inn framboðslista í einu kjördæmi. Eftir innbyrðis átök og deildur meðal aldraðra og öryrkja ásamt að mig minnir miðbæjarsamtökunum, stóð eftir hópur sem blés til sóknar og ákvað að bjóða fram. Ekki vildi þó betur til en svo að forystusauðurinn lenti í tölvuvandræðum og veikindum þannig að listarnir komust ekki til skila á réttum tíma. Gamlingjunum þótti þó ekki nema sjálfsagt að þeir fengju sérmeðferð og horft yrði framhjá lögum svo þeir gætu verið með. Hvernig í ósköpunum getur þessu fólki dottið í hug að það eigi eitthvert erindi á þing, eða nokkrum manni detti í hug að veita slíku framboði umboð sitt til að sjórna landinu þegar það ræður hvorki við tölvur né dagsetningar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband