3.5.2007 | 11:47
Húsdýra-rasismi
Þegar kemur að verndun landnámsmannsins sjálfs eða hans afkomenda virðist annað uppi á teningnum og þeir sem láta sér verndun hans einhverju varða eru jafnvel nefndir rasistar. Frjálslyndiflokkurinn sem hefur lýst áhyggjum sínum yfir of miklu flæði innflytjenda til Íslands hefur því fengið á sig rasistastimpilinn. Ég efast þó um að til lengdar verði hægt að sporna við nánast óheftum innflutningi fólks til landsins og þeirri blöndun sem þá muni eiga sér stað. Það er hins vegar umhugsunarefni hvort rétt sé að fara sömu leið og farin er til verndunar landnámshænunnar. Það væri hægt að taka frá grösugan dal fjarri alfarabyggð þar sem sannir afkomendur landnámsmanna muni búa í vernduðu umhverfi. Þekkt eru t.d. verndarsvæði indíána svo ekki sé nú minnst á Amis-fólkið í Bandaríkjunum.
En án gríns, ef flestum Íslendingum þykir sjálfsagt að halda stofnum húsdýra hreinum, er þá nokkuð undarlegt þó menn vilji staldra við og íhuga framtíð mannsins sjálfs í þessu landi. Hætt er við að verkefni ættfræðinga verði sífellt erfiðari með hverju árinu ef rekja þarf þræðina til Thaílands svo dæmi sé tekið. Já....það styttist kannske í að hægt verði að loka Íslendingabók endanlega fyrr en varir.
Athugasemdir
verndum kúna og leyfum ekki hryðjuverk gegn henni
halkatla, 3.5.2007 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.