11.5.2007 | 22:58
Undan okinu
Akureyringar og aðriri kjósendur í norðurlandi eystra eiga þess nú kost að varpa af sér gömlu oki Framsóknarflokksins og KEA og ganga mót nýjum tímum. Svæðið hefur lengi verið varpland og uppeldisstöð Framsóknarflokksins og aðal bakland flokksins. Hér áður var það hið besta mál, en á síðari tímum hefur flokkurinn breyst frá því að vera málsvari alls þorra landsmanna, í hagsmunasamtök fyrir fámenna klíku sem hefur allt of mikil völd miðað við kjörfylgi dagsins í dag. Það er svo sannarlega kominn tími til fyrir Eyfirðinga og landsmenn alla að varpa af sér oki Framsóknarflokksins. Það á ekki síst við um Akureyringa sem hafa allt of lengi legið undir hinni dauðu hönd flokksins og löngu orðið tímabært að rekja upp hinn þétta köngulógarvef spillingar sem flokkurinn hefur ofið yfir og allt kring íbúa á þessu svæði. Sjálfur hef ég orðið fyrir barðinu á þeim samböndum og því kerfi sem gildir á Akureyri og tengja órújfanlegum böndum veralýðshreyfingu og fyrirtæki þannig að hinn óbreytti bæjarbúi á sér litla von um réttlæti. "Mafia er það og mafia skal það heita" sagði góður maður á sínum tíma sem allir Framsóknarmenn ættu að kannast við, en hefur varla búist við að ummælin ættu eftir að eiga vel við eigin flokk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.