13.5.2007 | 09:59
Sigurliðin ræði saman
Þá er það komið á hreint, "kaffibandalagið" getur ekki myndað ríkisstjórn, en það er einnig ljóst að núverandi stjórn getur tæpast setið áfram. Framsóknarflokknum hefur verið hafnað af kjósendum og það yrði ekkert annað en pólitískt sjálfsmorð fyrir flokkinn að halda samstarfinu áfram. Þá má einnig telja líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji fá til liðs við sig nýja samstarfsmenn með meira fylgi á bak við sig en Framsóknarflokkurinn hefur. Er ekki lang eðlilegast í stöðunni að sigurvegarar kosninganna, VG og Sjálfstæðisflokkur ræði saman og kanni hvort grundvöllur sé fyrir samvinnu flokkanna. Einhvern veginn finnst mér óeðlilegt að tveir langstærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fari saman í stjórn. Sé Samfylkingunni alvara með því að hún vilji vera hið stóra mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn í Íslenskum stjórnmálum, þá er svarið tæplega að setjast með þeim í ríkisstjórn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.