Björt

Það var mun bjartara yfir Samfylkingarfólkinu eftir að þeir höfðu raðað í ráðherrastóla sína heldur en kollegum þeirra úr Sjálfstæðisflokknum. Það tók þó mun lengri tíma fyrir Samfó að ráða sínum ráðum, en ekki ólíklegt að þar spili inn í meira tjáningarfrelsi en hjá samstarfsflokknum. Og ekki er ólíklegt að meira tjáningarfrelsi í flokknum sé ein ástæða þess að jöfn skipting er í stólana milli karla og kvenna. Athyglisvert er að Kristján Möller úr Norðausturkjördæmi er nýr samgöngumálaráðherra, en hann hefur verið einn helsti gagnrýnandinn á þingi við þann málaflokk. Og Jóhanna Sigurðardóttir er tekin við félagsmálaráðuneytinu enda vandfundinn einstaklingur í landinu með meiri þekkingu en hún í þeim málaflokki.

En nú þegar ný stjórn hefur verið mynduð er rétt að óska henni alls hins besta og vonandi eiga landsmenn allir eftir að njóta góðra verka hennar á komandi árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband