15.5.2007 | 15:48
Bjarni á námskeið
Skemmtilegt var að sjá hinn nýja þingmann Framsóknarflokksins Bjarna Harðarson í Silfri Egils á sunnudaginn. Þar sagðist hann aðeins kunna að segja sannleikann og taldi mun líklegra að flokkur sinn veldi að fara í vinstri stjórn og taldi öll tormerki á áframhaldandi samstarfi við Sjálfstæðismenn.
Að hafa þingmann sem aðeins kynni að segja sannleikann virtist ekki falla í kramið hjá yfirboðurum hans og svo virðist sem hann hafi fengið skyndihjálparnámskeið því daginn eftir var komið annað hljóð í strokkinn hjá Bjarna.
Raunar sagði Jón Sigurðsson formaður flokksins það nánast hreint út eftir ósigurinn á kosninganóttina að Framsóknarflokkurinn yrði ekki með í áframhaldandi stjórnarsamstarfi heldur myndi hann einbeita sér að því að byggja sig upp innanfrá. En þau ummæli voru greinilega sögð áður en Guðfaðirinn í Kaupmannahöfn hafði gefið honum línuna og brátt var kominn nýr texti inn á talhólfið hjá Jóni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.