Einu sinni enn

Það stefnir allt í að núverandi stjórn sitji áfram. Það yrði því einu sinni enn fyrir báða flokka sem þar með myndu þjappa núverandi stjórnarandstöðu(kaffibandalagi)saman og útkoman eftir næstu kosningar sem gætu hæglega orðið mun fyrr en eftir fjögur ár yrði ríkisstjórn án bæði Sjáfstæðis og Framsóknarflokks.

Annars er ótrúlegt hve stjórnmálalífið á Íslandi hefur látið á sjá eftir brotthvarf Davíðs Oddssonar. Burt séð frá því hvaða álit menn hafa/höfðu á Davíð, þá er alveg öruggt að hann hefði ekki beðið dögum saman eftir svari frá Framsóknarmönnum hvort þeim þóknaðist að vera áfram í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Enn vandræðalegra er það fyrir Geir og félaga að þurfa að hlusta á ýmsa Framsóknarmenn lýsa því yfir að það sé slæmur kostur og nánast feigðarflan að starfa áfram með Sjálfstæðisflokknum. Jafnvel þingmenn Framsóknar taka svo til orða, að af tvennu illu væri hugsanlega skárri kostur að vera áfram með Geir. Ekki sérlega vænlegt upplegg fyrir nýja stjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband