Tók sig upp gömul Framsókn

Það tók sig upp gömul og góð Framsókn í Kastljósinu á fimmtudagskvöldið þegar þeir Guðni Ágústsson og Steingrímur J Sigfússon fóru yfir nýjustu viðburði í stjórnarmyndunarviðræðunum. Varaformaður Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson fór þar á kostum og sýndi mönnum hvernig gamli góði Framsóknarflokkurinn var áður en Halldór Ásgrímsson svo gott sem stútaði flokknum. Og því miður fyrir Framsóknarmenn var farið að vilja Halldórs og vinur hans Jón Sigurðsson látinn taka við formennskunni s.l. vor. Staðan væri örugglega önnur og mun betri hjá flokknum ef Guðni hefði tekið við formennskunni og náð að tukta til drengina hans Halldórs sem hafa unnið flokknum ómetanlegan skaða á síðustu misserum.

Nú er spurningin hvort Guðni taki ekki við, rétti skútuna af og sigli hinnu gamla fleyi á hin fengsælu vinstri mið sem voru flokknum svo gjöful undir stjórn Steingríms Hermannssonar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband