Þá það

Þá hafa menn það, Samfylkingin tekur við keflinu af Framsóknarflokknum í ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Stór og mikil stjórn með ríflegan meirihluta þannig að menn geta rifið kjaft án þess stjórnin sé í hættu.

Erfiðast verður þó eflaust fyrir ýmsa Sjálfstæðismenn að bjóða sinn höfuðandstæðing, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur formann Samfylkingar velkomna um borð.

En ætli ráðið verði ekki að gera hana að utanríkisráðherra eins og gert var við Valgerði Sverrisdóttir þegar menn voru hættir að þola hana í fráfarandi stjórn. Einhver sagði að utanríkisráðherra réði litlu og væri sjaldan heima. Þetta væri nokkurskonar nútíma landpóstur.

Áður var máltæki Framsóknarmanna, allt er betra en íhaldið, en nú hefur það snúist við og Sjálfstæðismenn segja í dag, allt er betra en Framsókn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband